laugardagur, 4. nóvember 2006

Vestur í Paradís.

Nei, nei ég er ekki búinn að finna paradís. Var reyndar vestur á Melum í HÍ á fyrirlestraröð í dag sem bar yfirskriftina Vestur í Paradís. Ég er hinsvegar ekki frá því að mamma hafi löngum litið á vesturbæ Reykjavíkur sem sína paradís. Enda uppalin í vesturbænum. Nú en erindin þrjú sem ég hlustaði á nefndust: Draumurinn um fornan frændgarð í Vesturheimi, Um ofurlítinn Edensblett Þórvarar Sveinsdóttur Halldórson hér á jörð og Unnusta fallegra kvæða, um kvenmynd og kvenhylli Stephans G. Konur og einkum skáldkonur dáðust að skáldinu.Þær sáu í honum útlagann, andvökuskáldið, utangarðsmanninn sem þær vildu bjarga. Vera með honum einar upp til fjalla. Þetta var svona Fjalla-Eyvinds "syndrom" eins og einhver sagði. Fyrirlesarinn Helga Kress náði að gæða persónuna holdi - lífi. Maður sá allt í einu manninn á bak við ljóðin. Þannig að maður fékk svona tilfinningu ahhaaaa svona var hann. Niðurstaðan af þessum pælingum var að líklega hafa konur verið hrifnari af Stephan en karlar. Það minnir mig á það að það var hún Stefanía amma mín sem kynnti fyrst fyrir mér Stephan G. Eins og reyndar Laxness, Einar Ben. og fleiri. Annars hef ég verið mest heimavið í dag. Veðrið leiðinlegt eftir hádegi. Rok og rigning. Heimsótti mömmu aðeins á Borgarspítalann og keyrði Sigrúnu í apotekið. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: