þriðjudagur, 21. nóvember 2006

Smáþjóðir og alþjóðavæðing.

Það er farið að rigna núna um kl. 23.00 í Fossvogsdal. Þá ætti nú snjórinn að fara hverfa nema það kólni aftur. Það er lítið í fréttum héðan. Var á Rótarýfundi í dag. Ræðumaður dagsins var Jón Baldvin Hannibalsson. Hann fjallaði í erindi sínu um smáþjóðir og alþjóðavæðingu. Hann kom víða við. Hann nefndi mikilvægi þess að ungt fólk færi til náms erlendis og kæmi svo aftur til starfa í snínu heimalandi með menntun og menningu viðkomandi landa. Menntun og aftur menntun væri tæki til þess að jafna lífskjör fólks og gefa fjöldanum tækifæri.Ég er sammála þessu en ég tek nú ekki undir það með honum að það sé lítið mál fyrir okkur að ganga í ESB og taka upp evruna. Hann sagði að við værum með ESS samningnum með aukaaðild að sambandinu svona 2/3 aðilar. Breyting á "dönsku" stjórnarskránni okkar væri nú ekki mikið mál. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að fiskmiðin umhverfis landið yrðu að sameiginlegri auðlind ESB ríkjanna og að þessum málaflokki yrði stjórnað frá Brussel.Það væri lítið mál að semja sig frá því. Tækifæri gafst ekki til mikilla rökræðna enda tíminn naumt skamtaður. Ekki var nú rætt um það að erfitt yrði fyrir íslenskan stjórnmálamann að vera lengi við völd við 10 til 20% atvinnuleysi eins og er víða í ESB ríkjunum. Fimmti hver Svíi er í dag án atvinnu.

Engin ummæli: