fimmtudagur, 9. nóvember 2006

Nú er úti veður vott....

Já maður er með hálfgerða "bloggteppu" eins og Stella kallar það. Hef mig varla í að skrifa neitt. Hvað á maður svo sem að segja annað en að það sé myrkur úti, vaxandi rok og rigning. Veðurstofan varar við stormi undir morgun. Jú Hjörtur Friðrik átti afmæli í gær. Hjörtur, Ingibjörg og Svenni fóru og ásamt Sirrý og úttektarmanni og skoðuðu nýja húsið og leist ljómandi vel á það. Mamma er komin heim af sjúkrahúsinu og er á batavegi. Þórunn og Sveinn og Axel og Rannveig eru að fara til Glasgow í stutta ferð. Nú fer að styttast í að Sirrý komi heim frá Svíþjóð og Björn og Gunnhildur og ferðafélagar þeirra frá Afríku. Fór á söngæfingu á mánudagskvöldið. Við erum byrjuð að æfa jólalögin á fullu. Það var vel mætt á æfinguna og fólk ánægt eftir ferðalagið.Í gær var ég við jarðarför Gylfa Gröndal rótarýfélaga í Digraneskrikju. Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Kveðja.

Engin ummæli: