sunnudagur, 12. nóvember 2006

Lítill drengur fæddur.

Ingibjörg og Hjörtur eignuðust dreng í gærkvöldi. Þetta er stór piltur 55 cm að lengd og 18 merkur. Við óskum þeim og Sveini Hirti innilega til hamingju með soninn og bróðurinn. Við getum varla beðið eftir því að fá að sjá litla drenginn og erum í sjöunda himni yfir nýju afa -og ömmubarni. Sirrý rétt náði að sjá litla manninn áður en hún hélt heim á leið. Þannig að hann var á elleftu stundu með því að ná því að hita Sirrý ömmu, sem var búin að bíða eftir honum í 12 daga. Strákur fæddist 11.11.06.
Af öðrum fjölskyldufréttum er það helst að ég fór í Hjallakirkju í dag ásamt Júlíusi Sveinssyni frænda til þess að vera við messu hjá sr. Hirti Hjartarsyni. Hann sá um predikun dagsins og fórst það vel úr hendi. Dagurinn í dag er helgaður kristniboðsstarfi í heiminum. Þórunn og Sveinn eru komin frá Glasgow. Ég veit ekki hvort Axel og Rannveig eru líka komin. Geri þó frekar ráð fyrir því. Kveðja.

Engin ummæli: