mánudagur, 20. nóvember 2006

Jólalögin æfð.

Þið haldið að jólin byrji fyrst í IKEA? Ó nei, það gera þau ekki. Við í Sköftunum erum búin að vera að æfa jólalögin allan nóvember. Nú hinsvegar eru lögin farin að slípast þannig að það er ánægja af því að kyrja þau saman í röddum. Alltaf gaman að koma á söngæfingu hjá Sköftunum. Maður hressist og endurnærist þessa tvo tíma að kvöldi einu sinni í viku. Annars er tíðindalítið héðan úr Fossvogsdal. Snjóþekja helgarinnar yfir öllu og fremur kalt úti. Ég leit við hjá foreldrunum í kvöld eftir söngæfingu. Hitti þar Þórunni og syni hennar Árna og Júlíus. Svein Larsson hafði ég hitt fyrr í kvöld hérna í Brekkutúninu. Þannig að það vantar bara Hjört Sveinsson og Unni til þess að að hafa fullt hús hvað Þórunnar fólk snertir. Á fimmtudaginn þann 23. nóvember er boð hjá Helgu hans Bubba í tilefni af því að Jensína amma hefði orðið 100 ára, ef hún hefði lifað rúmt ár í viðbót. Í gær fórum við til Sigurðar og Laugu í bröns. Þau hafa ákveðið að breyta til og ætla að skella sér til Kúbu yfir jól og áramót. Verða alls um tvær vikur í burtu. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: