miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Nýliðinn okkar.

Nýliðinn Fékk þessa mynd lánaða af bloggsíðu Hjartar. Hér má sjá betur litla drenginn. Ja, flottur er hann. Annars er það helst að frétta að það er sex stiga frost í kvöld og hvínandi vindur úti. Best að vera inni við. Það finnst bæði dýrum og mönnum. Allavega vildi hundurinn Sunna ekki út í þetta rok og er hún þó labrador hundur. Nú annars lítið að frétta af okkur. Búin að hringja í foreldra,Svíþjóðarfara og frænkur. Öllum viðmælendum kvöldsins heilsast vel. Litli maðurinn í Svíþjóð braggast vel. Kip pir í kynið og er sísvangur. Sveinn Hjörtur tekjur nýjum bróður vel og unir vel að sínu. Er duglegur að fara í leikskólann sinn og aðlaga sig nýjum aðstæðum. Amma hans segir að hann bræði hjörtu sænskra með því að kveðja þá gjarnan í búðum með handavínki og segja "då" sem er stytting úr "hej då" og er algengasta kveðjuorð Svía. Pabbi hans er búinn að gera orðabók fyrir hann í leikskólann þannig að fóstrurnar skilji þó þau íslensku orð sem hann kann. Vagerður Birna lék í stuttmynd í Kastljósþætti kvöldsins. Snemma beygist krókurinn að því er verða vill. Hún skilaði hlutverkinu fumlaust og með sóma. Sigrún tók að sér vakt á elliheimilinu í kvöld. Hún kann ekki að segja nei eins og fleiri fljölskyldumeðlimir. Læt þetta duga. Kveðja - Hej då alla barn......

Engin ummæli: