mánudagur, 27. nóvember 2006

Dagarnir líða....

Jæja helgin búin og ný vinnuvika hafin. Dagarnir líða hver af öðrum nú styttist í jólin og heimkomu stórfjölskyldunnar í Kristianstad. Var að koma af söngæfingu í kvöld. Við erum að æfa okkur í jólalögunum eins og áður. Þetta er alltaf jafn hressandi þótt maður sé að sjáfsögðu misupplagður. Nú ég var í leikfimi í dag og var vigtaður sérstaklega. Álit leikfimistjórans er að við í AGGF lifum svo miklu sældar- og munaðarlífi að hjá okkur sé eins og það séu jól allt árið. Það sé óþarfi hjá okkur að vera bæta eitthvað í átið yfir jólahátíðina. Þessvegna vigtar hann okkur núna til þess að athuga hvort að við séum að borða of mikið yfir hátíðina. Fyrir þessa þjónustu borgar maður og segir ekki aukatekið orð? Jæja þetta hjálpar kannski að ná langtíma markmiði um að minnka vigtina um þó ekki væri nema eins og fimm kg á næstu 12 mánuðum. Það hefur heldur hlýnað í kvöld eftir undanfarið kuldaskeið. Vonandi að það haldi áfram. Kveðja.

Engin ummæli: