sunnudagur, 19. nóvember 2006

Vetrarríki

Koparreynirinn okkar. Nú ríkir sannkallað vetrarríki úti. Í nótt fór að snjóa og nú er snjóinn farinn að skafa í skafla. Víð vöknuðum við það í morgun að einhver var að reyna að brjótast upp úr götunni á vanbúnum bíl. Fremur hvimleið uppvakning, satt best að segja. Við erum allavega með nýja bílinn á nöglum og vetrardekkjum þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er búið að bjóða okkur í kaffi í dag í Grænuhlíðina til Sigurðar og Laugu. Annars höfum við verið heima við um helgina. Ía vinkona heimsótti okkur í gærkvöld og vorum við bara að "chilla" eins og unglingarnir segja. Í morgun hringdi síminn frá Svíþjóð. Viti menn er ekki lítill drengur hinumegin á línunni og var mikið niðri fyrir og þurfti að segja okkur margt. Við höfum nú stundum verið að reyna að fá hann nafna minn til þess að tala við okkur í síma, en það hefur nú ekki gengið. Hann hefur fram til þessa hlustað en ekki sagt orð sjálfur. En sem sé nú hringdi hann og talaði mikið. Hann var að segja okkur að nú væri hann að fara í Tivolígarðinn með pabba sínum að róla eða "úaa" eins og hann segir og líkir eftir rólusveiflunni. Ég var að lesa viðtal í sunnudagsblaði Mbl. við Sólveigu Jónsdóttur, dóttur Jóns Helgasonar prófessors í Kaupmannahöfn. Afar fróðlegt og skemmtilegt viðtal við dóttur þessa merka manns. Hún lýsir vel aðstæðum fjölskyldunnar í seinni heimstyrjöldinni, og gestagangi á heimilinu. Nú grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Mbl. í gær í minningu hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedmans sem er látinn var einnig fróðleg lesning. Hannes á þakkir skyldar fyrir að hafa gengist í því að bjóða Friedman til Íslands árið 1984. Hef þetta ekki lengra í bili. Kveðja.

Engin ummæli: