sunnudagur, 30. apríl 2006

"Det sa bara klick"


Brúðkaupið 1976.

Brúðkaup Carls Gustafs konungs og Silvíu drottningar er einn af þessum minnisstæðu atburðum sem maður man alltaf eftir. Þetta var 19.júní 1976. Eftir vagnferð og bátsferð voru brúðhjónin hyllt við konungshöllina í Stockhólmi. Maður fylgdist með þessu brúðkaupi í beinni í sjónvarpinu og dagana og vikurnar áður voru öll blöð full af umfjöllun um væntanlegt brúðkaup. Þessi setning konungsins "Det sa bara klick" er ein af hans eftirminnilegu setningum í gegnum tíðina þegar hann var að útskýra fyrir fjölmiðlum af hverju hann væri að giftast þessari þýsku/brasilísku stúlku. Á íslensku: Það small til. Silvía vakti strax mikla athygli og vinsældir konungsins fóru að aukast með þessum ráðahag.

Engin ummæli: