sunnudagur, 23. apríl 2006

Skaftárhlaup

Við höfum mest verið heimavið í dag. Höfum fylgst með fréttum af Skaftárhlaupi sem nú stendur yfir. Mikið vatn rennur í Skaftá og kemur það úr kötlum Vatnajökuls. Skaftá rennur niður Skaftártungudal og fer vatnshlaupið í Eldvatnið sem rennur fram með Ásum í Skaftártungu og rennur svo í Kúðafljótið. Prestshjónin og Þórunn og Svenni eru á Klaustri. Annars ekkert að frétta af okkur. Skruppum aðeins í búðir í dag. Jú ég gleymdi því að við fengum skoðun á Súbban okkar. Þannig að við erum með ársskoðun á báðum bílunum. Það er merkilegt hvað þessi tæki endast vel. Kveðja.

Mynd:mbl.is

Engin ummæli: