sunnudagur, 16. apríl 2006

Á páskum.


Í Commessey.
Það kom okkur á óvart í Frakklandi að á föstudaginn langa voru allar búðir opnar. Við höfðum búist við því að allt væri lokað og helgin mikil eins og við eigum að venjast. Við keyrðum til Dijon þennan dag, sem er nú höfuðborg Búrgúndí og röltum þar um hluta af miðbænum. Enduðum á að fara þar inn í kirkju og vera við messu í nokkurn tíma. Þarna voru hundruðir manna í messunni og fólk var svona að koma og fara. Heilmikið var að gerast við altarið meðan við stoppuðum þarna við. Sungnir sálmar, spilað á orgel, kysst á krossa og presturinn sem talaði hafði einstaklega róandi rödd og góðan tón. Nú í gær fór allur dagurinn í að koma sér heim. Við vorum svolítið smeik við að finna ekki leiðina á flugvöllinn í París en það gékk allt eins og í sögu. Umferðin var öll út úr París og má segja að á hraðbrautinni í gagnstæða átt hafi verið bíll við bíl. Helstu kennileyti á leiðinni til Parísar eru þessi: (Commissey - Tonnerre - A6 hraðbrautin -A104 hraðbrautinn - Skylti sem segja Charles de Gulle aðeins inn á A1 hraðbrautina og bingó). Hér má sjá mynd sem Sirrý tók af okkur vinunum ásamt Inger og Ingunni eiginkonum Guðbjörns og Helga. Inger og Guðbjörn keyrðu 1400 km frá Svíþjóð til þess að vera með okkur þessa daga. Í gærkvöldi kom hér við Valdimar Gunnar hann átti 24 ára afmæli í gær blessaður. Í dag höfum við aðallega verið heima við. Byrjuðum á að borða páskaegg og hlusta á boðskap biskups um brandara guðs! Síðan höfum við unnið að því að eiga gleðilega páska. Hjörtur hringdi frá Svíþjóð. Hér komu í dag Hilda, Magnús og Vala Birna. Seinni partinn skruppum við í heimsókn til Höllu og Arnar og hittum þeirra fólk smá stund og Ellu og Sæma sem voru þar gestkomandi. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: