sunnudagur, 30. apríl 2006

Fylgst með afmæli konungs Svía.


Konungurinn 60 ára.
Við Brekkutúnsbúar eyddum góðri stund í morgun í að fylgjast með afmælis serimóníu í sænska sjónvarpinu í tilefni þess að Carl Gustaf Folke Hubertus konungur Svía var 60 ára í dag. Hringdum í Hjört í Svíþjóð og hann var líka að fylgjast með þessu. Konungurinn hefur unnið á með árunum og hefur náð töluverðri hylli landa sinna. Sagt er að hann hafi skorað marga punkta með framkomu sinni þegar Svíar syrgðu vegna Sunami atburðarins í Indlandshafi um þar síðustu áramót. Á námsárunum okkar í Svíþjóð 1975 - 1979 var CG ekki vinsæll. Fólk gerði gjarnan grín að honum og því að hann væri orðblindur. Skrifaði m.a. nafnið sitt við vígslu virkjunar í Trollhättan,"Cal Gustv". Svo komust Svíar að því á sinn vísindalega hátt sem þeim er einstaklega lagið að 500 þúsund Svíar ættu við þetta vandamál að stríða. Þá sáu menn ekki lengur ástæðu til þess að hæðast að orðblindu hjá konungi sínum, sem hafði viðurkennt þetta vandamál sitt opinberlega. Annars hafa þeir haft gaman af að hneykslast á ýmsum ummælum hans í gegnum tíðina. Hann hefur helst aldrei mátt segja neitt, en hefur nú ekki alltaf látið segjast í þeim efnum. En sem sagt Carl Gustaf fær bestu árnaðaróskir í tilefni dagsins. Hér komu í heimsókn í kvöld Valdimar og Stella. Annars verið mest heimavið skruppum aðeins á Hlíðaveginn til pabba og mömmu. Kveðja.

Engin ummæli: