laugardagur, 29. apríl 2006


Kirkjuhvoll.
Við fórum á myndlistarsýningu Kjartans Guðjónssonar á Akranesi í dag. Sýningin er í uppgerðum prestsbústað sem heitir Kirkjuhvoll. Það er önnur sýning með verkum Kjartans í Seltjarnarneskirkju við eigum eftir að sjá hana. Á Akranesi sýnir Kjartan 22 málverk "typískur" Kjartan, konur, fiskar sjór,abstrakt. Sirrý var hrifinn af einni mynd sem hann nefndi Móna Lísa á Laugarveginum. Aðra mynd sáum við sem við vorum hrifin af kona,blóm,fiðrildi ef ég man rétt. Við eigum tvær myndir eftir Kjartan. Vona að hann verði ekki illur þótt ég tali um "typískan" Kjartan þar sem ég hef ekki löggiltan myndlistarsmekk. Eins og kunnugt er þolir hann illa ummæli lærðra listfræðinga.

Engin ummæli: