mánudagur, 3. apríl 2006

Sólheimar í Grímsnesi.


Sólheimakirkja.
Ég fór með Sköftunum í kórferðalag um helgina austur í Sólheima í Grímsnesi. Farið var á laugardeginum. Æft um daginn og sungið fyrir opnu húsi í lok dags. Farið í göngutúr eftir æfingar, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka að honum loknum. Gist var um nóttina, æfðir um morgunin nokkrir sálmar og sungið í messu á sunnudeginum í Sólheimakirkju. Að loknu kirkjukaffi var svo brennt í bæinn um kl.17.00 eftir skemmtilega og gefandi stund með kórfélögum. Meðfylgjandi mynd er tekin upp á hæðardraginu sem skýlir þorpinu niðri í kvosinni. Efst á hæðardraginu fyrir ofan þorpið er Sólheimakirkja. Enn bætist í kirkjumyndasafnið mitt á þessum vef. Veður var heiðskírt, norðan gjóla á köflum frekar kalt á laugardeginum en hlýnaði aðeins á sunnudeginum. Þarna búa um 110 manns í þessu þorpi. Rekin eru heimili og vinnustaðir fyrir þroskahefta. Aðstaða er einnig fyrir einstaklinga sem eru að afplána fangelsisdóma og eru að undirbúa sig undir það að fara út í lífið að nýju.

Engin ummæli: