fimmtudagur, 20. apríl 2006

Á sumardaginn fyrsta.

Höfum verið heimavið í dag. Maður hefur verið í ýmsum smáverkefnum. Tók aðeins til í bílnum. Ég fór með jeppann í skoðun í gær og fékk skoðun á hann. Það létti nú á manni að klára það verk. Ég er með svona " fóbíu" gagnvart því að fara í skoðun með bíla. Fæ alltaf kvíðaköst yfir því hvort maður komist í gegn um skoðunina og fái miða. Nú fer Súbbinn á verkstæði á morgun og í skoðun á eftir. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum vegnar. Hann er orðinn lúinn greyið. Maður hefur ekki verið í stuði til þess að fara í að fjárfesta mikið í bílum. Nennum ekki að skuldsetja okkur vegna þess. Hingað litu við í dag Björn og hundurinn Sunna og Valdi og Stella. Við heyrðum frá Ingibjörgu og Hirti í Svíþjóð. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: