sunnudagur, 23. apríl 2006

Í fermingarveislu.

Við fórum í fermingarveislu tveggja yngismeyja í dag, þeirra Agnesar og Andreu tvíburasystra hennar Stellu. Fallegar og stórglæsilegar stúlkur. Þetta er eina fermingaveislan sem við förum í í ár þar sem við misstum af þremur fermingum í fjölskyldu Sirrýjar helgina sem við fórum til Frakklands. Við höfum verið heimavið í dag. Fylgst með fréttum af Skaftárhlaupinu sem nú er sagt í rénun. Mun hlaupið hafa verið um 636 rúmmetrar á sekúndu þegar best lét. Maður er búinn að hlusta á Dóra stórbónda að Ásum í hverju viðtalinu á fætur öðru. Einng hefur verið rætt við Flögubændur, þá syni Sveins og Gísla. Mikið er nú fróðlegt og ánægjulegt að fylgjast með fréttum af þessu jökulhlaupi og fá smá frí frá vígvallafréttum heimsins. Þessu Skaftárhlaupi hefur verið gerð mjög góð skil í fréttum allra fjölmiðla.

Engin ummæli: