laugardagur, 29. apríl 2006

Heimsókn á Skagann.


Hús Haraldar Böðvarssonar á Akranesi.
Ég hef verið innan við 10 ára þegar ég fór með pabba upp á Skaga með Akraborginni og gékk framhjá þessu tilkomumikla glæsihúsi. Við vorum að fara horfa á Matta spila með Val gegn Skagamönnum. Þeir kunnu ekkert í fótbolta og spörkuðu miskunarlaust í fætur þeirra Valsara sem eitthvað gátu. Þannig var nú boltinn spilaður á sjötta áratugnum. Ég man þegar við vorum að fara á völlinn þá gengum við fram hjá þessu húsi. Ég held ég hafi bara aldrei gengið fram hjá húsi sem mér hefur þótt tilkomumeira.

Engin ummæli: