laugardagur, 29. apríl 2006


Merkishjón.
Hér má sjá styttu af merkishjónunum Haraldi Böðvarssyni útgerðarmanni og eiginkonu hans Ingunni Sveinsdóttur. Hann stofnaði fyrirtæki sitt Harald Böðvarsson árið 1906. Fyrirtækið hefði orðið 100 ára í ár. Fyrirtækið var sameinað HB Granda hf árið 2004.
Rakst á eftirfarandi ummæli Haraldar tekin úr útvarpsviðtali 1964, sem lýsa vel frumkvöðlaanda og upphafi útgerðarinnar 1906: "Seldi hrossin og keypti bát."
"Sem ungur maður átti ég hryssu og hún eignaðist folöld. En svo seldi ég öll hrossin fyrir 200 krónur og keypti mér sex manna far með árum og útbúnaði. Svo var ég búinn að græða á þessum bát á stuttum tíma einar 400 krónur og þá langaði mig til að kaupa annan bát, en þá var ekki um að ræða róinn bát heldur mótorbát."

Engin ummæli: