laugardagur, 29. apríl 2006

Frambjóðandinn.


Frambjóðandinn.
Ritstjórn annálsins tók meðvitaða ákvörðun um að birta þessa mynd af frambjóðanda Framsóknarflokksins í 19. sæti listans, þó að hann eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. Það er ekki svo oft sem aðstandendur ritstjóra Brekkutúnsannáls fara í framboð og hvað þá í svo virðulegu sæti. Það er hafið yfir alla flokkadrætti þótt því sé hér haldið fram að samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi verið bæjarfélaginu heilladrjúgt. Kópavogur er glæsilegasta bæjarfélagið á landinu og þótt víðar sé leitað. Samstarf þeirra Gunnars I. Birgissonar og Sigurðar Geirdals heitins er vafalaust sá þáttur sem mestu hefur varðað í þeim efnum. Þótt slíkt samstarf hljóti ávallt að byggja á breiðari grundvelli mikils fjölda fólks. Nú er bara að sjá hvernig framvinda kosninganna verður og hvaða niðurstöðu þær færa okkur næstu fjögur árin. Sr. Hjörtur hefur örugglega unnið vel fyrir þessu sæti á lista flokksins. Enda vandfundinn jafn eindreginn Framsóknarmaður. Hvernig á annað að vera þegar það er haft í huga að í tuttugu ár setti hann leiðara Þórarins Þórarinssonar og annarra framsóknarforkólfa á Tímanum. Auk þess sem hann hefur stýrt málgagni þeirra, Framsýn um árabil.

Engin ummæli: