laugardagur, 15. apríl 2006

Frakklandsferðin.


Miðaldahús.
Við erum komin úr Frakklandsferðinni eftir vikudvöl í húsi vina okkar Helga og Ingunnar í Commessey í Búrgúndí með tilheyrandi ferðum um héraðið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Þessi mynd er frá Noyers í Búrgúndi en þar er að finna heillega þorpsmynd frá miðöldum. Þetta var ótrúleg upplifun að ganga um krákustíga í slíku þorpi og láta hugann reika aftur í aldir. Annars gékk ferðin út á það að smakka vín, borða góðan mat og kætast með góðum vinum. Ferðirnar í vínsmökkunarleiðangrum voru margar og spennandi.

Engin ummæli: