miðvikudagur, 26. apríl 2006

Tvö fróðleg erindi um RÚV og hnattvæðingu.

Ég hef hlýtt á tvo áhugaverða en ólíka fyrirlestra í þessari viku reyndar báða á þriðjudaginn. Sá fyrri var í Rótarý þar sem útvarpsmaðurinn góðkunni Jónas Jónasson gerði grein fyrir starfi sínu og fyrstu kynnum að RÚV. Hann sagði okkur hvernig RÚV hefur þróast frá árdögum þess og til dagsins í dag. Lýsti ýmsum þjóðkunnum starfsmönnum útvarpsins í gegnum tíðina og lék þá suma og upplýsti hversu frábærir listamenn margir þeirra hefðu verið. Lokapunktur í erindi hans var að RÚV geymdi mikil menningarverðmæti sem mættu ekki glatast. Hinn ræðumaðurinn var Englendingur, mr. Q. Peel sem vinnur við Financial Times, sem hélt erindi á aðalfundi SA. Hann fjallaði um hnattvæðinguna, kosti hennar og galla og mikilvægi fyrir þjóð eins og okkur Íslendinga. Hann kom víða við í erindi sínu og er of langt mál að tíunda það allt saman. Hann minnti á að hnattvæðingin væri ekki sjálfgefin. Það gæti farið svo að bakslag kæmi í hana ef þjóðir heims yrðu hræddar´við þessa þróun. Mikil hætta væri á því að USA mundi draga sig í skel og loka sig af gagnvart umheiminum. Erfið staða þeirra í Írak væri vatn á millu þeirra sem töluðu fyrir einangrunarstefnunni. USA ætti óuppgert um afstöðu sína til Kína þótt viðskipti hefðu aukist mikið og þeir hefðu ótvírætt hagnast á þeim viðskiptum. Evrópusambandið væri valkostur sem Íslendingar ættu að skoða. Smáþjóðir virtust njóta þess að vera innan sambandsins. Þó væru blikur í ýmsum aðildarlöndum vegna þess að hagvöxtur í þeim væri ekki nógu mikill sbr. Þýskaland og Frakkland. Ákveðinn ótti væri við það á vesturlöndum að fólk frá Austur - Evrópu færi að flæða inn á vinnumarkaðinn og gerði stöðuna á vinnumarkaðnum enn erfiðari. Niðurstaða hans var sú að í hnattvæðingin væri staðreynd hún væri aðeins að byrja og væri drifin áfram af nýjustu fjarskiptatækni, símum og netinu. Hnattvæðingin væri langt í frá sjálfgefin aðstæður gætu breyst snögglega og leitt til þess að hún stöðvaðist. Það væri óheppilegt vegna þess að hún leiddi ótvírætt til aukinnar hagsældar í heiminum, líka í hinum fátækari löndum heims. Nefndi hann dæmi um það hversu hlutfall þeirra sem lifa á einum dollara á dag hefði fækkað mikið á síðastliðnum árum. Með því að fara inn á eftirfarandi slóð má hlusta á erindið: http://sa.is. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: