föstudagur, 25. mars 2005

Blues og negrasálmar.

Við vorum í troðfullri Fríkirkjunni í kvöld til þess að hlusta á negrasálma og blues. Tónleikarnir hófust rúmlega kl. 20.00 með því að Brynhildur Björnsdóttir kynnti fyrsta atriði, söng Kammerkórs Hafnafjarðar. Andrea Gylfadóttir fór á kostum og sérstakur gestur kvöldsins var blökkukonan Deitra Farr sem söng þrjá sálma. Hljómsveit kvöldsins var skipuð þremur úrvals hljómlistarmönnum þ.á.m. kontrabassaleikaranum góðkunna Jóni Rafnssyni, Kjartani Valdimarssyni píanóleikara og á trommum var Svíi sem ég man ekki nafnið á Quest? Þetta voru yndislegir tónleikar og verða lengi minnisstæðir. Helsta vandamálið var loftleysi í kirkjunni sem reynt var að leysa með því að opna útidyrahurð. Andrea fór á kostum eins og hennar var von og vísa. Túlkun hennar var eins góð og hægt er að hugsa sér. Kórinn var vel æfður, en svolítið stífur í flutningi sínum í fyrstu. Tríóið lék mjög vel að mínu mati. Aðeins stirðir í fyrstu en það fór af þeim. Það var er sérstakt við flutning þessara laga að þegar maður heyrir þau þá þekkir maður þau öll. Þetta eru svona lög sem maður getur sagt að séu búin að vera í loftinu eða eru þetta amerísk áhrif úr Kana sjónvarpinu í gamla daga? Hér litu við í gærkvöldi Þórunn og Sveinn ásamt Júlíusi Geir. Páskakveðjur.

Engin ummæli: