laugardagur, 12. mars 2005

Tónlistin í fyrirrúmi.

Þegar maður skrifar svona annál eins og þennan fær maður ákveðna mynd af því sem hugurinn dvelur við og maður er tilbúin að deila með öðrum. Vildarvinir þessarar vefsíðu sjá það strax: veðrið, tónlist, fréttir af fjölskyldunni og ferðalög. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hvað pistillinn fjallar oft um tónlist. Það er í raun ekki skrítið miðað við það að maður er bæði í kór og að læra á píanó. Hafði bara aldrei leitt hugann að því. Í dag var ég á "löngum laugardegi" með Sköftunum frá 13.00 til 17.00 svo verða tekin nokkur lög í kvöld á bjórkveldi Skaftanna. Allir velkomnir sem vilja mæta. Í morgun fórum við í Kringluna og keyptum okkur miða á tónleika stórtenórsins Placido Domingo, hvorki meira né minna. Maður bara lokar augunum og réttir fram kortið. Það verður gaman að fara á þessa tónleika á morgun, en meira um það síðar. Oft byrja ég á veðurlýsingu en nú ætla ég að enda á henni. Það er heiðskírt úti en frekar kallt ca. -4 til 5°C. Kveðja

Engin ummæli: