sunnudagur, 20. mars 2005

Aukin birta.

Það birtir fyrr á morgnana og það er bjart lengra fram á kvöldið. Með vorinu vaknar alltaf ákveðin eftirvænting. Maður á að reyna að nýta sér hana en detta ekki í þunglyndi eins og stundum vill verða. Hér voru Valdi og Stella í heimsókn og Ía vinkona leit hér einnig við. Annars höfum við bara verið í svona sunnudagssnuddi við það helst að gera ekki neitt. Skruppum þó í IKEA og fundum þetta fína gestarúm fyrir lítinn herramann. Síðan lág leiðin til þeirra Bónusfeðga í sama húsnæði og byrjuðum við að kaupa inn til stórhelgarinnar. Annars lítið að frétta. Læt þetta duga í bili.

Engin ummæli: