sunnudagur, 6. mars 2005

Heilsubótarganga.

Það hefur verið fínt veður hér í dag. Logn, sól og hið besta gönguveður. Við gengum héðan úr Brekkutúni og yfir Kópavogshálsinn niður í Smáralind. Ég keypti "Best of " geisladisk með Waylon Jennings. Fjórða "country" söngvaranum í svokölluðu "Highway" gengi eða "The outlaws" genginu frá Nashville. Síðast talda uppnefnið fengu þeir vegna þess að þeir voru ekki tilbúnir að vera með þetta eina rétta Nashville "sound". Hinir þrír eru Johnny Cash heitinn, Kris Kristofersson og Willy Nelson. Við Sirrý höfum verið á tónleikum með þessum þremur síðastnefndu: Sáum fyrst Johnny Cast í Scandinavium í Gautaborg 1976. Willy Nelson í Oslo 1998, þar sem Sirrý fékk kossinn fræga frá Willy og svo Kris Kristofersson í Laugardagshöll 2004. Jennings er ekki lifandi lengur þannig að það verður nú ekkert úr því að maður nái tónleikum með honum. Tónleikarnir hjá Johnny Cash eru eftirminnilegastir. Hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur og allra flottastur að mínu mati. Það fer enn um mann fiðringur þegar maður minnist tónleikanna í Gautaborg 1976. "Laties and gentlemenn... and now here he is the good old golden voice Jooohhhhnnnnnyyyy CCCaasssshhhh." Sigurður og Vélaug stoppuðu hér aðeins í dag og í gærkvöldi litu hér við Jóhannes og Margrét og áttum við sameiginlega afa- og ömmustund. Bestu kveðjur til ykkar allra.

Engin ummæli: