þriðjudagur, 15. mars 2005

Gluggaveður

Það er gluggaveður úti þ.e. veðrið er að sjá eins og á sumardegi, en svo kemur maður út í brunakulda. Þannig var veðrið í dag. Fór með jeppann í viðgerð í morgun. Það sem er að honum reyndist vera smávægilegt. Þetta var smá frostlögur sem lak með einhverjum tappa, sem þarf að skipta um, en hann var ekki til í umboðinu. Nóg að gera í vinnunni þessa dagana og páskar í næstu viku. Það er ótrúlegt að það skuli vera svona mikill hafís fyrir Norðurlandi eftir svona mildan vetur. Þeir sem ég hef talað við segja mikla fiskgengd á miðunum og skipin séu fljót að fylla sig. Verð á fiski hefur lækkað á fiskmörkuðum og sterk króna stóran þátt í því. Læt þetta duga á þessu þriðjudagskvöldi. Kveðja.

Engin ummæli: