föstudagur, 4. mars 2005

Hundrað ár frá komu Coot.

Coot Var á ráðstefnu um sjávarúvegsmál sem haldinn var í tilefni þess að 100 ár eru frá komu Coot, fyrsta togarans í eigu Íslendinga. Flutt voru vel undirbúin erindi um sjávarútveginn og markaðsmálin. Maður hefur gott af því að sitja svona ráðstefnu og hlíða á vel flutt erindi. Þarna voru ýmis andlit sem maður hefur ekki séð lengi. Náði því ekki að hitta alla. Að lokinni ráðstefnunni var farið í píanótíma. Er að æfa að spila með taktmæli. Það miðar ágætlega en hægar en ég hefði kosið. Æfi líklega ekki nógu mikið. Fór líka í leikfimi í dag. Þetta hefur verið góður dagur til sjálfsræktar: menntun, músík og hreyfing. Það er heiðskírt hér í Fossvogsdalnum kl. 20.30 hæglætisveður en bakki út við sjóndeildarhringinn. Hef þetta ekki lengra. Kveðja til ykkar allra.

Engin ummæli: