fimmtudagur, 17. mars 2005

Til Utah.

Það er dintótt þetta veður. Núna er rigning og slagveður úti. Það er dimmt og hráslagarlegt. Svona veður vekur enga skáldlega hugleiðingu. Þetta hefur verið annasamur dagur en ekki hefur maður komið miklu í verk. Fórum þó í dag á fyrsta undirbúningsfund þeirra, sem ætla til Utah í Bandaríkjunum í sumar að halda upp á 150 ára afmæli þess að fyrstu Vesturfararnir fluttust þangað. Þetta gæti orðið spennandi ferð og forvitnileg. Við erum allavega ákveðin í því að fara þessa ferð. Læt ykkur fylgjast betur með undirbúninginum þegar líður á. Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili enda í engu stuði eftir þennan dag.
Kveðja.

Engin ummæli: