fimmtudagur, 10. mars 2005

Tónleikar og fyrirlestur.

Það er nú vor í lofti hér á Kópavogssvæðinu að vísu svolítill grár slæðingur hérna í kring. Fórum á fyrirlestur í gær á vegum fimleikahópsins: "Karlar í kreppu". Fjallað var um kynjamun. Það var ágætis tilbreyting. Á þriðjudagskvöldið var ég að spila á tónleikum eldri nemanda í píanóskólanum. Spilaði þrjú lög: Sorento, Heima og My Way. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur stressast upp þegar maður er að spila fyrir aðra. Ég hef ekki fengið meira en 6,5 fyrir þá frammistöðu og er vafalaust rausnarlegur við mig. En þetta er ágætis leið til þess að þjálfa sig. Fórum í kvöldkaffi á Hlíðarveginn til prestshjónanna í gærkvöldi. Þetta er nú það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: