laugardagur, 19. mars 2005

Laugardagstiltekt.

Það verður víst stundum að fara í tiltekt. Byrjað var á því að hreinsa út úr ískápi og frystiskápi. Þar höfðu nú heldur betur ýmsir úrvalsbitarnir týnst. Þá var ákveðið að fara í Sorpu með draslið með viðkomu í bílskúrnum. Nokkrir pokar af tómum flöskum biðu þar óþreyjufullir að komast líka í Sorpu. Svo var þarna hjól sem Valdimar hafði keypt á uppboði en gat víst aldrei notað og því var farið með það í Hvamms hjólahauginn, en þeir gera það upp og senda það til Afríku. Nokkrir pokar af gömlum fötum fóru í Rauða kross gáminn. Gamla góða garðsláttuvélin sem ekki hefur verið notuð í nokkur ár fór nú járnaruslugáminn og að lokum rauður plaststóll í Góða hirðinn. Svona endaði þessi tiltekt: hjól og föt í góðgerðarfélög, peningur fyrir flöskurnar og maðkarnir eða jarðvegurinn fær góðu bitana. Niðurstaðan er því sú að maður hefur gert góðverk og þarft verk sama daginn og auðgast á því að fara með flöskurnar í Sorpu. Maður ætti að vera aðeins duglegri í tiltektinni.

Engin ummæli: