föstudagur, 11. mars 2005

Á föstudagskvöldi.

Það er stillt veður hér í Fossvogsdal í kvöld. Heiðskírt og helstu kennileiti héðan, Spítalinn, Kapellan og Perlan sjást vel. Nú er enn ein vinnuvikan að baki. Þetta hefur um margt verið annasöm vika. Efnahagsmálin hafa verið fyrirferðamikil enda ekki að ástæðulausu eins og þau eru að þróast. Verðbólga að aukast að nýju og krónan styrkist dag frá degi sem aftur leiðir til þess að útflutningsatvinnuvegirnir munu lenda í erfiðleikum. Dollarinn er nú sér kapituli út af fyrir sig og er hann nú kominn niður fyrir 60 krónur og fátt sem bendir til þess að botninum sé náð. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara. Við verðum að vona að takast megi að stemma stigu við þessari þróun. Vonandi förum við að sjá einhverja umtalsverða verðlækkun í versluninni til að slá á verðbólguna. Það er vonandi að verðstríðið milli Bónusar og Krónunnar vari sem lengst og leiði til lækkunar almennt í versluninni. Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Kveðja

Engin ummæli: