miðvikudagur, 16. mars 2005

Fagur er vesturhimininn.

Hef verið að fylgjast með vesturhimninum í ljósaskiptum. Þetta er ægifögur sjón nú rétt um kl. 21.00. Milli jarðarinnar og himinhvolfsins er 15° ljósbrotsrönd sem nær hátt upp í himinhvolfið. Í þessum geira er ljós sólar sem skartar rauðu, ljósbláu og hvítu en dofnar ört. Nú rétt í þessu rífur þetta sjónarspil ljós flugvélar sem er að kom til lendingar úr vestri og hverfur svo sjónum til móts við brún Öskjuhlíðar. Nóttin er að taka yfir og ljósvitinn á Perlunni slær taktinn í kvöldblíðunni. Það hefur hlýnað aftur í dag. Ljósin í kapellunni lýsa hana upp og blátt ljós handan Borgarspítalans vekur sérstaka athygli. Nú er dagsbirtan nánast horfin og himinraufin dofnar óðum. Hallalína ljósbrotslínunnar liggur nú í gegnum turn Borgarspítalans og lýsir hann upp eins og kórónu. Rauða ljósið á turninum er eins og rúbininn í kórónuninni. Þetta er nánst ólýsanlegt sjónarspil ljósbrots og myrkurs þrátt fyrir þessa tilraun til að lýsa henni. Nú er myrkrið að skella á, ennþá liggur þó ljósbrotið í gegnum turnin á spítalanum. Ljósin í Ríkisútvarpinu skína skært. Vonandi er komin ró yfir þann vinnustað. Góða nótt.

Engin ummæli: