fimmtudagur, 3. mars 2005

Nú er kominn mars.

Það er ágætis marsveður hér í Kópavogi og nágrenni en er að hvessa nú kl. 17.30. Annað en fimbulveturinn sem ríkir á meginlandi Evrópu. Nú við stefnum að því að skjótast dagpart norður um helgina til að heimsækja litla afa- og ömmudrenginn og auðvitað foreldra hans. Annars er lítið lítið að frétta þessa dagana. Stella og Valdi eru búin að skila sér að norðan en þau fóru að skoða litla manninn. Sirrý var að halda erindi í dag varðandi umönnun aldraðra af erlendu bergi í íslensku samfélagi. Maður er enn að lesa ævisögu Steins Steinarr eftir Gylfa Gröndal. Mikið verk og skemmtilegt í tveimur bókum. Það hefur mikið breyst á Íslandi frá því á fyrrihluta 20.aldar það er óhætt að fullyrða það.

Engin ummæli: