föstudagur, 25. mars 2005

Föstudagurinn langi.

Lítið verið skrifað undanfarna daga enda mikið verið að gera hér í Brekkutúni. Hjörtur Friðrik og Ingibjörg komu hér að kvöld þriðjudags frá Akureyri með litla drenginn sinn. Þá um kvöldið komu Guðmundur bróðir Ingibjargar og Þorgerður unnusta hans og Valdi og Stella. Á miðvikudaginn var langafa- og langömmudagur. Hingað komu Unnur og Hjörtur og Vélaug og Sigurður með Maríu Glóð Baldursdóttur með sér. Á Skírdag hefur líka verið gestkvæmt. Hingað komu Valdimar og Stella, Erla Hlín vinkona Sigrúnar, Herdís vinkona Ingibjargar og Stefanía systir og Unnur dóttir hennar. Þetta hafa verið hinar mestu ánægjustundir og gott að geta nýtt páskahelgina til þess að sinna fjölskyldunni og njóta hennar. Við fórum í bíltúr austur fyrir fjall í gær. Fórum Mosfellsheiðina sem leið lág meðfram hitaveiturörinu austur að Nesjavöllum, svo suður hjá Sogsvirkjun niður á þjóðveginn og svo í bæinn. Mikil umferð var austur. Í kvöld förum við í Fríkirkjuna á tónleika. Það gerðist markverðast hér í gær að Bobby Fischer kom héðan úr fangelsisprísundinni í Japan. Vonandi að kallinn fái nú frið og geti hvílst. Jæja læt þetta duga í bili.

Engin ummæli: