föstudagur, 18. mars 2005

Og svo komu páskar....

Skelltum okkur á bíó og sáum myndina Hitch með Will Smith. Ágætis afþreying um ástina í lífi fólks. Gátum hlegið dátt og oft á þessari mynd. Þetta var virkilega góð komedía. Veðrið hefur aftur batnað mikið eftir óveðursskotið í gær. Þá er komin helgi enn á ný og nú fer að styttast í að litli drengurinn komi suður að heilsa upp á fólkið sitt. Við hlökkum öll svo mikið til að sjá hann. Það styttir okkur helst stundirnar þessa dagana. Sigrún er búin að velja sér braut næsta vetur í skólanum. Stúlkan sú hefur ákveðið að fara á stærðfræði, efna- og eðlisfræðilínu. Það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. En hún mun nú nokk spjara sig. Jæja hef þetta ekki lengra. Bið að heilsa ykkur. Sendið mér "komment" ef þið kíkið á síðuna mína. Það er gaman að vita hverjir heimsækja svona "blogg" og síðan verður líflegri. Þetta viðkvæði "og svo komu páskar" er ættað af Kúrlandinu. Þegar fólk var búið að belgja sig út af mat og góðgæti um jólin var reynt að halda í við sig næstu mánuði en svo dottið í páskaeggjaátt og matarát. Kveðja.

Engin ummæli: