sunnudagur, 6. nóvember 2005

Á sunnudegi.

Var að enda við að horfa á mynd á NK 2. Þetta er mikill munur að vera kominn með nokkrar stöðvar til að velja úr. Var að horfa á mynd um tékkneska flugmenn sem flugi í RAF í seinni heimsstyrjöldinni. Hugsið ykkur þeir voru settir í fangelsi eftir stríð í Tékkóslóvakíu og fengu ekki viðurkenningu fyrir þátttöku sína í seinni heimstyrjöldinni fyrr en 1991. Þá hafa ugglaust margir þeirra verið látnir.Það er ótrúlegt hvernig lífið getur leikið menn grátt. Það er svo sem ekkert í fréttum. Ég er búinn að vera slappur undanfarna daga af kvefpest. Þær eru orðnar nokkrar á þessu ári. Líklega er þriðja skiptið á árinu sem ég fæ svona flensu. Úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins við val á borgarstjórnarlistann liggur nú fyrir. Þau eru í samræmi við skoðanakannanir. Vilhjálmur er í 1. sæti. Ég var nú líka búinn að spá því. Hanna er í 2. sæti og Gísli Marteinn í því þriðja. Nú er að sjá hversu langt þetta framboð dregur. Athyglisvert er hversu vel konum hefur gengið í þessu prófkjöri. Það er vel að mínu mati að þær skuli sækja fram með þessum hætti. Horfði á þátt um hugsanleg áhrif af fuglaflensunni á CNN í gær. Þetta er ógvænleg staða en vonandi að takast megi að koma i veg fyrir að þetta verði að heimsfaraldri. Mikið er fjallað um hörmungarnar í Pakistan eftir jarðskjálftana og það hversu illa gengur að safna til hjálparstarfsins. Vonandi að úr því rætist. Jæja þið sjáið að ég er kominn í alþjóðamálin þannig að það er best að fara ljúka þessu. Bið að heilsa.

Engin ummæli: