miðvikudagur, 23. nóvember 2005

Á bíó.

Við fórum á bíó í gærkvöldi, The War Lord, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Myndin segir frá vopnasala og starfi hans og einkalífi. Myndin fjallar um lygi, mútur, svik, blóðbað, illsku, villimennsku þarf ég að segja fleira? Þetta var athyglisverð mynd og gagnrýnin á vopnasölu í þjáðum heimi. Samfélagsgagnrýni frá Holliwood sem vert er að sjá. Fær fjórar stjörnur. Við höfum dregið mjög úr bíóferðum. Hér áður fyrr fórum við einu sinni í viku eða jafnvel oftar. Það er lönguliðin tíð. Sama var með vídeóspólur. Við leigðum allt að tvær til þrjár á viku. Við erum svo til hætt að leigja þær. Við erum aftur á móti með tugi sjónvarpsstöðva. Nú segir Sirrý rétt í þessu: Svenni á ég að bjóða þér á bíó á morgun. Ég spurði spenntur hvaða mynd. Hvað haldið þið að hún segi: Lífið á Hrafnistu. Kveðja.

Engin ummæli: