fimmtudagur, 17. nóvember 2005

Gott skyggni.

Horfi hérna út um gluggan í Brekkutúni. Það er dimmt úti en gott skyggni. Sé flugvél taka sig til lofts upp yfir Öskjuhlíðina til austurs, þetta er Fokker. Lengra í burtu sé ég flugvél koma inn til lendingar úr vestri. Það er sem sé gott skyggni í myrkrinu, - heiðskírt í myrkrinu. Er hægt að segja svo? Að venju sendir Perluvitinn ljósgeisla sína út í myrkrið hvíta og græna svo kemur rautt ljós á milli. Fossvogskapellan er uppljómuð og flott. Borgarspítalinn og útvarpshúsið uppljómuð. Það hefur hlýnað og vonandi að það haldi eitthvað áfram. Fór á Hlíðarveginn í gær og heilsaði upp á foreldrana. Þar hitti ég Þórunni, Sveinn, Hjört, Árna og Júlíus. Sirrý er væntanleg til landsins á morgun frá Svíþjóð. Læt þetta duga í dag. Kveðja.

Engin ummæli: