þriðjudagur, 29. nóvember 2005

Jólalögin æfð.

Það var söngæfing í gærkvöldi. Við vorum að syngja jólalögin og það gékk mjög vel. Við kunnum nokkurn veginn þessi 10 lög sem við æfum á hverju ári. Þetta er ágætis afþreying á aðventunni að syngja sig í gegnum skammdegið. Hér komu þau Valdimar og Stella í gærkvöldi. Sunna er hér í stuttri heimsókn í fjarveru "hussa" síns og gætir útidyranna. Við fórum í heimsókn til mömmu og pabba á sunnudagskvöldið eftir ritun sunnudagspistilsins. Þau hafa í nógu að snúast sýnist mér. Jæja ég set punktinn hérna. Kveðja.

Engin ummæli: