miðvikudagur, 9. nóvember 2005

Yfir Pollinn.

Ég ætla að skreppa yfir Pollinn á morgun og taka langa helgi og gista hjá Hirti, Ingibjörgu og nafna. Það er nú vart við hæfi að kalla hið mikla Norður - Atlantshaf poll. Þegar maður er búinn að sitja í flugvél frá Lissabon í Portugal til Mapútó í 11 tíma þá finnst manni 3 tímar í flugi ekki mikið mál. Eins og við gerðum hér um árið. Nú eða síðasta sumar frá Keflavík til San Francisco í álíka tíma. Það er annars ekkert sérstakt í fréttum. Tíminn æðir áfram og maður hefur vart undan að snúast í kringum sjálfan sig. Nú lenti ég í því í kvöld að þegar ég ætlaði að fara út með ruslið þá var ruslatunnan horfin!!! Ruslið var tekið í morgun eða gær og karlarnir hafa ekki skilað tunnunni. Sigrún reynir að finna út úr því á morgun. Bið að heilsa öllum. Kveðja.

Engin ummæli: