laugardagur, 5. nóvember 2005

Sitt lítið af hverju.

Ég fór á Hlíðarveginn í gær og heimsótti mömmu og pabba. Þau upplýstu mig um að Hjörtur Sveinsson sonur Þórunnar væri kominn í framboð fyrir Framsókn. Það voru svo sem engar fréttir. Margir búnir að spyrja mig hvort kappinn sé sonur minn. Annars er lítið í fréttum héðan. Fór í píanótíma í gærkvöldi. Það var leiðindaveður í nótt var alltaf að vakna. Það hefur hlýnað aftur og snjórinn er farinn aftur í bili. Hef verið í sambandi við Sirrý í Svíþjóð. Það er allt í góðum gír þar. Valdimar kemur heim í dag. Fékk þær fréttir í gær að Þórunn systir og Sveinn Larsson séu í Glaskow í fríi. Unnur og Júlíus eru á Úlfljótsvatni með skátunum. Fór í Björnsbakarí við Skúlagötuna í dag og keypti mér möndluköku og birkibrauð. Þetta bakarí er með bestu möndlukökurnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki sama bakarí og ber sama nafn og er á Hringbrautinni. Hitti þar kunningja og við ræddum aðeins um vesturfara og þá skoðun Páls Skúlassonar fyrrum háskólarektors að meðalhófið skapi "mestu" hamingjuna í lífinu. Ég mynti á að það að "gera" aldrei neitt gæti nú líka leitt til vanlíðan. Þannig að það er með þetta eins og annað. Allt orkar tvímælis þá sagt(gert) er. Heyrði í Helga Sig. í dag. Þau eru komin frá Frakklandi. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: