miðvikudagur, 16. nóvember 2005

Pælingar á miðvikudegi

Það hefur hlýnað aftur eftir brunakuldann í gær - 6°C. Ég hugsa að það sé a.m.k. + 2°C núna um kl. 18.00. Það er ekkert í fréttum. Var að koma heim úr vinnunni. Það er allt frekar tíðinda lítið af þessum slóðum. Sigrún alltaf að læra og ég var að æfa mig á flygilinn. Ég hef verið að lesa á blogg síðum ýmislegt sem yngra fólk skrifar þetta + 20 ára. Margt er ágætt og gaman að lesa. Það sem mér finnst einna skemmtilegast í skrifum unga fólksins er hipsursleysi og beinskeytni þess. Þetta er ferskleiki sem því miður oft tapast hjá okkur sem eldri erum. Við ritskoðum sjálf textann okkar óþarflega mikið, sem gerir það að verkum að hann verður flatari. Viljum ekki vísvitandi stíga á tær fólks eða valda óþægindum. Ætli þetta sé ekki flokkað undir reynslu okkar sem eldri erum. Þessar hlugleiðingar eru væntanlega tilkomnar vegna þess að í dag er dagur tungunnar.

Engin ummæli: