sunnudagur, 27. nóvember 2005

Fyrsti í aðventu.

Heliga Trefaldighets kyrka í Kristianstad. Myndin er af kirkjunni í Kristianstad í Svíþjóð. Við birtum hana hér í tilefni dagsins.
Við erum búin að setja jólaljós út í glugga hér í Brekkutúni. Margir nágrannar okkar eru búnir að skreyta hús sín með jólaperum. Undurbúningur jólanna er hafinn að fullu. Ég byrjaði að æfa jólalögin í dag á flygilinn minn. Yngsta barnið okkar er í próflestri á fullu og má ekki við truflun vegna lestursins. Með öðrum orðum þetta er allt í sínum föstu skorðum. Sirrý fór með Höllu frænku á tónleika í dag. Í gær fórum við á bíó með Helga og Ingunni og fengum okkur að borða á tælenska staðnum í Tryggvagötu. Þar er hægt að fá góðan mat fyrir hóflegt verð. Myndin sem við sáum var frönsk og fjallaði um keisaramörgæsir á suðurskautinu. Þetta var áhugaverð og skemmtileg mynd. Fjallaði hún um hvað þessi dýrategund þarf að leggja á sig til þess að geta eignast afkvæmi við þær aðstæður sem þar ríkja. Hvet alla til þess að sjá hana. Í dag fórum við í göngutúr kringum Tjörnina. Komum við í bakarí og er við komum heim hringdi Hilda þannig að við skutumst til hennar. Sú er nú aldeilis orðin myndarleg um sig. Þetta er nú það helsta í fréttum á þessum fyrsta sunnudegi í aðventu. Kveðja.

Engin ummæli: