þriðjudagur, 15. nóvember 2005

Kominn frá Svearíki.

Lagði af stað frá Kristianstad í morgun kl. 8.18 með lest áleiðis til Kastrup. Þurfti að skipta um lest í Malmö. Ferðin tók tæpa tvo tíma og var hin þægilegasta. Flaug með Iceland Express til Íslands. Það var 45 mínúta seinkun á fluginu. Ég var kominn hingað í Btún upp úr 16.00. Þetta var í alla staði ánægjuleg ferð og tókst í mjög vel. Kristianstad er yndislegur bær. Stutt og þægilegt í alla þjónustu. Hingað komu í kvöld Valdi og Stella og áttum hér góða stund saman. Kveðja til ykkar allra.

Engin ummæli: