sunnudagur, 13. nóvember 2005

Á ferð um Skåne




Fórum til Kivikur í dag og upp á Stenhuvud sem er hæð sem veitir gott útsýni út á Eystasalt. Þetta er friðland og fallegt útivistarsvæði. Síðan fórum við á kaffihús í Simrishamn. Myndin hér við hliðina er tekin í Simrishamn. Ætli þetta sé ekki skjaldarmerki bæjarins á húsinu. Þess næst lá leiðin í IKEA í Malmö. Hvað er sænskara en það? Fengum okkur að sjálfsögðu sænskar kjöttbullar með lingonbär. Nokkrar myndir frá deginum kveðja.

Engin ummæli: