sunnudagur, 6. nóvember 2005

Mynd af sr. Hirti Hjartarsyni.

Ég rakst nýlega á þessa mynd á vefsetri Grindavíkurbæjar. Vona að þeir amist ekki við því þótt ég birti þessa mynd hér á heimasiðunni okkar. Hér má sjá sr. Hjört flytja Grindvíkingum fagnaðarerindið á Sjómannadaginn. Veit ekki hvaða ár þetta hefur verið. Annars allt með kyrrum kjörum hér í Brekkutúni. Við Sigrún sitjum hér við skriftir. Hún að skrifa ritgerð um fjölmiðlun og ég að blogga. Hjörtur hringdi frá Svíþjóð og ég talaði við Sirrý. Hún fer til Kaupmannahafnar í dag. Valdimar kom heim í gær frá Svíþjóð. Hann hefur verið að aðstoða Hjört við flutninginn eins og áður hefur verið getið. Hjörtur sagði að það væri búin að vera töluverð umfjöllun um Ísland og Íslendinga í sænskum fjölmiðlum. Það stendur til að ég skjótist yfir Pollinn næstu daga í helgarheimsókn. Þetta er nú svolítið í stíl við fréttir af skipakomum og brottförum úr Sundahöfn. Úr annari dagbók sem við þekkjum sum. Nú ég get ekki kvartað yfir heimsóknum á vefslóðina því að hún hefur fjórfaldast frá því í maí slíðastliðinn. Ég á örugglega stóran hlut í því vegna þess að hver innkoma telur. Líka skrif og leiðréttingar.
Maður fer að slaga hátt upp í stóru blöðin.

Engin ummæli: