laugardagur, 19. nóvember 2005

Einn helgarpósturinn enn.

Hérna má sjá "turtildúfurnar tvær" Valdimar og Stellu. Bloggvinir óska þeim til hamingju með nýja Peougot bílinn. Þau heimsóttu okkur í vikunni þegar afi kom frá Svíþjóð. Þau eru alltaf til í þjóðmálaumræðuna. Sirrý kom frá Kaupmannahöfn og Kristianstad í gær, þannig að við eigum kannski von á þeim aftur í heimsókn við tækifæri. Annars er lítið að frétta héðan úr Brekkutúni. Ég fór í nýju sundlaugina upp í Leirvöllum í dag. Verst hvað það er langt í sund fyrir okkur sem búum miðsvæðis, austurbænum í Kópavogi. Þetta er mikið og glæsilegt mannvirki og bæjarfélaginu til sóma.Hér komu í dag Magnús, Hilda og Halla frænka. Hilda er orðin mjög myndarleg. Við skruppum niður Laugarveginn í dag til þess að sjá jólaljósin sem búið er að setja upp. Jólin nálgast en mér finnst verslunin alltaf vera að hefja verslunarþátt jólanna lengra og lengra frá jólunum. Nú í nóvember er allt komið í fullan gang. Þetta dregur úr þeirri spennu og tilhlökkun sem fylgdi jólunum hér áður. Bið að heilsa ykkur öllum nær og fjær.

Engin ummæli: