fimmtudagur, 21. maí 2009

Englar og Djöflar

Fór á myndinna Englar og djöflar í kvöld. Ágætis afþreyingarmynd með táknmálsfræðingnum Robert Langdon (Tom Hanks) frá Harvard hinum sama og var aðalpersónan í Da Vinci Code. Þetta var ágætis afþreying með öll helstu atriðin sem góð glæpasaga þarf að búa yfir en ekkert meira en það. Minnir mig á það að ég á eftir að heimsækja Róm einhverntíma. Kveðja.

Athugasemd 11.4.2023 Við fórum til Rómar fyrir fjórum árum. Á pálmasunnudag vorum við á torgi Péturskirkju og hlýddum á messu Fransico páf. Við vorum þarna ásamt ca 50 þúsund öðrum. Ferðin til Rómar var sannkölluð ævintýraferð. Við fórum víða um baorgina og áttum þarna ógleymanlega  daga.

Engin ummæli: