fimmtudagur, 7. maí 2009

Sumartónleikar Söngfélags Skaftfellinga.

Söngfélagið á æfingu. (Mynd Kristinn Kjartansson) Jæja þá nálgast óðum stóra stundin, sumartónleikar Söngfélags Skaftfellinga. Þeir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju næstkomandi sunnudag kl. 14.00. Eftir tónleikana verður Skaftfellingakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Þeim sem ekki geta beðið til sunnudagsins er bent á að á laugardaginn verða tónleikar í Tónlistarskólanum á Akranesi kl. 14.00. Lagavalið er að venju fjölbreytilegt og bryddað er upp á nýjum lögum í bland við gamalkunnug skaftfellsk ættjarðarlög.

Engin ummæli: