sunnudagur, 17. maí 2009

Andófsmaðurinn Aleksandr Solzhenitsyn

Alexander Solzhenitsyn. Ég datt inn í viðtal í sænska sjónvarpinu við Alexander Solzhenitsyn (1918 - 2008) sem fjallaði m.a. um ummótun Rússlands úr kommúnistaríki í átt til lýðræðis. Það rifjuðust upp gamlar minnngar þegar maður taldi sér skylt að fylgjast með öllu sem þessi frægi rússneski rithöfundur hafði að segja um ástandið í gama Sovét. Gamla Gulagið, fangabúðirnar illræmdu þangað sem fólki var fleygt til að rotna, ef það hafði ekki "rétta skoðun" þóknanlega stjórnvöldum. Sjálfur kynntist hann vist í svona Gulagi. Ég ætla ekki að rekja allt viðtalið en niðurlagið fjallaði um það hvað þyrfti til að reka jafn landfræðilega stórt og víðfemt ríki og Rússland með ólíkum sambandsríkjum, þjóðarbrotum, menningu, trú, náttúruauðlindum og svo mætti lengi telja. Keísaratíminn, kommúnisminn þetta voru stjórnkerfi til þess að halda ríkinu gangandi hafa sterka heildarstjórn en samt reyna að koma til móts við ólíka hagsmuni. Aðspurður um hvernig hann sæi framtíðinna sagði hann ekki sjá það fyrir. Ævi hans sjálfs væri senn á enda  en hann væri sér meðvitaður um að það þyrfti mikið til að halda þessum ólíku hagsmunum saman (11.desember1918 - 3. águst 2008). Í heiminum takist á fólk með mismunandi hugsun. Annarsvegar þeir sem vilja taka til sín og jafnvel stela. Hinsvegar þeir sem vildu vinna á heiðarlegan hátt fyrir framfærslu sinni. Í næsta þætti var viðtal við hljómsveitina frá Georgíu sem var útilokuð frá Eurovision af því að hún söng: "We don´t wanna a put inn" svona til þess að lýsa enn frekar ástandinu í samskiptum þessa fyrrum ríkja kommúnismans. Sá þáttur fjallaði raunar um mótmælasöngva. Allt frá Internationalen eða "Nallanum" að synfóníu Beethovens sem ESB notar til þess að minna á sína tilveru og hlutverk.

Engin ummæli: